Innskráning í Karellen
news

4 ára kjarni æfir mannganginn

21. 01. 2020

4 ára kjarni hefur verið að æfa sig í skáklistinni undanfarna mánuði og er nú svo komið að flest börnin á kjarnanum kunna þokkaleg skil á manngangi peða, hróka, biskupa, kóngs og drottningar... og eru alveg að átta sig á sérkennilegu göngulagi riddara. Hafa ber í huga að skákin er langtímaverkefni, en við erum býsna montin af því hve langt þau eru komin á veg.

4 ára drengir tefla á Hnoðraholti

Myndirnar eru teknar í hópatíma drengjahóps, þar sem skákin er í forgrunni. Þeir komast orðið lengra og lengra í hvert skipti. Flestum skákum lýkur með því að annað hvort er tekist í hendur um jafntefli þegar tíminn er úti eða annar gefur taflið með handarbandi þegar úthaldið þrýtur.

4 ára drengir spila á spil í Hnoðraholti

Á meðan eitt par teflir eru þeir sem hafa nýlokið tafli að spila á spil. Hér er spilað með öll spil nema mannspilin, lagt niður samtímis og sá sem fær hærra spilið fær slaginn. Iðkendur æfa sig að telja, þekkja á spil og auðvitað... að vinna og tapa með sæmd. Myndirnar eru teknar í hópatíma hjá drengjum en að sjálfsögðu er stúlknahópurinn á svipuðu róli.

© 2016 - Karellen