news

Frjáls leikur á Gráa Kjarna ❤️

25. 10. 2021

Á Gráa kjarna leggjum við mikið upp úr frjálsum leik þó að hann sé oft innan ákveðins ramma. Efniviðurinn okkar er opinn svo ímyndunaraflið fái að njóta sín og við notum t.d. ýmsar gerðir af kubbum eins og duplo, plúskubba, viðarkubba og fleiri. Með kubbunum er oft boðið upp á dýr, bæði mjúk og hörð. Púðarnir okkar í leikstofu eru líka skemmtilegir og eru notaðir í alls kyns leiki.
© 2016 - Karellen