news

Hnoðraholt í Reykjanesbæ

02. 06. 2020

Fjögurra ára kjarni lagði land undir fót um daginn og heimsótti Reykjanesið. Fyrst var farið rakleiðis í skessuhellinn í Keflavík, sem var í senn ógnvekjandi og spennandi. Sumir prófuðu meira að segja rúm skessunnar, sem hraut í stólnum sínum á meðan.

Næst var farið í leikskólann Akur í Ytri-Njarðvík, þar sem okkur var tekið eins og þjóðhöfðingjum og boðið til konunglegrar veislu. Við afhentum vinum okkar á Akri köngla og aðra skógarfjársjóði. Fyrir utan nálægðina við hafið og fjöruna er útisvæðið að Akri stórskemmtilegt... en hænur skólans vöktu þó lang mesta athygli. Takk fyrir okkur, kæru vinir og vinkonur á Akri. Vonandi getið þið komið að heimsækja okkur einn daginn :)

Að síðustu fórum við í skemmtilega og fróðlega fjöruferð og nýttum svo stórkostlegt útileiksvæði sem er að finna þarna við fjöruna.


Hér eru örfáar myndir úr ferðalaginu en í Karellen geta aðstandendur séð mun fleiri myndir.

© 2016 - Karellen