news

Hópatími á Bláa Kjarna

09. 09. 2020

Fyrr í mánuðinum samdi Heiða Lind, kjarnastýra Bláa Kjarna, æðislegan hópatíma fyrir hópinn sinn.

Heiða mætti með bunka af dagblöðum og þær gerðu allt mögulegt við þau og fengu fullt af hugmyndum saman.

Þær rifu dagblöðin í tætlur, hoppuðu á þeim, syntu í þeim, blésu á þau, skoðuðu myndirnar og grófu hver aðra í þeim þannig að ekkert mátti sjást í þær undir blöðunum. Heiða Lind tók auðvitað fullan þátt í fjörinu og var grafin undir líka.

Þær urðu svo auðvitað kolsvartar á fingrunum eftir allt fjörið.

Í lokin hjálpuðust þær allar við að tína blöðin ofan í endurvinnslutunnuna.

Heilmikil samvinna, skemmtun, ímyndunarafl og stuð í gangi!

Hvetjum fleiri til að prófa heima <3© 2016 - Karellen