Innskráning í Karellen
news

Hópatími á Gráa Kjarna ❤️

12. 03. 2021

Á Gráa kjarna eru eins og tveggja ára stúlkur og er hópatími einu sinni á dag, frá 9:30-10:30. Hópatímarnir eru fjölbreyttir og skemmtilegir og viðfangsefni hópanna síðustu vikna hafa verið m.a. að mála saman á blað, ýmist með penslum, höndum eða svömpum, hlutverkaleikir í leikstofu með púða, dýnur og teppi og svo að dansa við fjöruga tónlist. Einnig er málörvunarefniviðurinn áhugaverður á Hnoðraholti og er hann mikið notaður í hópatímum á Gráa kjarna. Bókin Lubbi finnur málbein er mikið notuð og er vísa við hvert málhljóð sem er sungin en einnig eru til pokar með nokkrum hlutum sem stúlkurnar draga og hafa hlutirnir þá allir sama upphafshljóð. Þá hafa stúlkurnar einnig fengið að kynnast numicon stærðfræðikubbunum sem þeim finnst mjög gaman að leika með á sinn hátt.




© 2016 - Karellen