news

Nátturlegur efniviður

18. 05. 2018

Það er fátt sem toppar nátturuna og umhverfið í kringum Hnoðraholt. Margt skemmtilegt er í boði fyrir ung og fróðleiksfús börn sem njóta þessa að uppgötva og læra. Börn og kennarar eru mjög dugleg að nýta sér þessa frábæru aðstöðu og fara mikið út í náttúrna hvernig sem viðrar.

Í fimmtu meginreglu Hjallastefnunnar stendur ,,Hjallastefnunni er ætlað að kenna börnum að skynja og njóta náttúrulegs umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu.“

Drengirnir á Gula kjarna kunnu svo sannarlega að skemmta sér með gamlar spýtur í rigningu og sólarleysi. Þeir þurftu ekki tilbúin útileikföng heldur nýttu sér fallega umhverið okkar og sitt eigið ýmundarafl sem börn eru svo frjó af. Meðfylgjandi myndir segja allt.

© 2016 - Karellen