Innskráning í Karellen
news

Niðurstöður foreldrakönnunar komnar í hús

25. 01. 2020

Okkur finnst ástæða til að þakka foreldrum sérstaklega fyrir góða þáttöku í foreldrakönnuninni í desember. Við erum ekki síður ánægð með niðurstöðurnar, sem sýna að yfirgnæfandi meirihluti foreldra er ánægður með þá þætti skólastarfsins sem skipta okkur mestu máli. Þetta er einstaklega ánægjulegt í ljósi hinna yfirgripsmiklu breytinga sem skólinn hefur gengið í gegn um á liðnu ári. Við erum óendanlega þakklát fyrir þolinmæðina og umburðarlyndið, en eins og þið hafið vonandi orðið vör við höfum við eftir föngum notfært okkur allar breytingar, framkvæmdir og rask til að auðga reynslusvið nemendanna. Við lítum svo á að þetta hafi tekist eins vel og raun ber vitni vegna góðs samstarfs við foreldra og þess trausts sem þeir hafa borið til okkar.

Hnoðraholt í lausu loftiBest er þó að mjög margir gáfu sér tíma til að senda okkur gagnlegar og fjölbreyttar ábendingar um ýmislegt sem við getum bætt og er margt af því þegar komið í ferli. Sumt af því snýst einfaldlega um betri miðlun upplýsinga.

© 2016 - Karellen