news

Opin vika í Aga - lotunni ❤️

20. 09. 2021

Við fögnum deginum í dag eins og öðrum dögum og höldum ótrauð áfram í leik og starfi. Þessi vika er opin vika í Aga- lotunni okkar. Hún er tileinkuð framkomu. Í þessari viku tökum við saman það sem við höfum lært undanfarnar vikur í kynjanámskránni þ.e. tengt orðum sem tengist aga, þessi orð eru virðing, hegðun, kurteisi og framkoma. Börnunum þykir ekki leiðinlegt að kynnast þessum orðum enda er það gert í gegnum leik og söng. Krakkarnir finna það og kennararnir vita að með þetta að leiðarljósi er markmiðið að kenna sjálfstjórn, því ef við náum henni vel þá ganga hlutirnir betur og okkur líður einnig betur. Hafa ber í huga að agaiðkun fer fram allt skólaárið.


Eigið dásamlega viku.

© 2016 - Karellen