news

Sjálfstæðislotan ❤️

03. 10. 2021

Sjálfstæðislotan er byrjuð þar sem markmiðið er að byggja upp sjálfsmynd og er frumstig einstaklingsþjálfunar. Lykilorð eða lotulyklar sem við höfum til að hjálpa okkur eru sjálfstyrking, sjálfstraust, öryggi og tjáning og hvert orð hefur sína viku. Athygli og hvatning er kjarni þessarar lotu og kennarar leggja sig fram við að nálgast hvern og einn nemanda eins og hann er og viðurkenna ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga.

Þetta er lotan sem við æfum framsögn og verkefni tengd fjölskyldunni eru tilvalin, lofa barninu að koma með mynd af fjölskyldunni og segja frá í samveru eða hópatíma. Einnig æfum við að ræða um tilfinningar og jákvæða tjáningu um sjálfan sig; „ég er góður vinur / ég er góð að hlaupa“.

Við brettum upp ermar og tökum hárið frá andlitinu og dembum okkur í verkefnið. Gönguferð með frjálsri aðferð eða með fyrirmælum, að hlaupa milli staura uppi á hrauni, stoppa og bíða eftir hinum er dæmi um flottan hópatíma í sjálfstæðislotunni.

© 2016 - Karellen