Innskráning í Karellen
news

Sumarleyfin klárast

05. 08. 2020

Sumarleyfi barna og starfsfólks er á enda, og við sjáum fjölga hægt og rólega inni á kjörnunum. Skýjað er í Reykjavík alla vikuna, en við á Hnoðraholti erum með sól í hjarta þegar við sjáum andlit barnanna birtast í skólanum á ný. Næsta vika á Hnoðraholti er okkur kær þar sem aðlögun nýrra barna hefst.

Ásamt því að aðlögun fer að hefjast, hefst annar mikilvægur þáttur Hjallastefnunnar, og það er Agalotan. Agalotan hefst 24.ágúst og samanstendur af ýmsum þáttum þess að kunna að hafa aga. Í því felst að geta hlustað á kennarann og fara eftir fyrirmælum. Agalota Hjallastefnunnar felur í sér uppbyggingu sjálfsstjórnar með jákvæðum æfingum þar sem áhersla á Röð, Regla og Rútína er í fyrirrúmi.



© 2016 - Karellen