Innskráning í Karellen
news

Sumarstarfskonur mættar með bros á vör

29. 05. 2020

Kæru vinir, vinkonur, foreldrar og forráðamenn,


Nú fer að líða að sumri og sumarstarfskonurnar okkar hafa flestar hafið störf hjá okkur á Hnoðraholti, við bjóðum þær innilega velkomnar. Rauðar viðvaranir einkenndu liðinn vetur, en loks er farið að birta til. Nú geta börnin varið meiri tíma úti er veðrið hlýnar með deginum hverjum.


Signir sól
Þýskt lag. Ljóð: Gunnar M. Magnúss

Signir sól sérhvern hól.
Sveitin klæðist geislakjól.
Blómin blíð, björt og fríð,
blika fjalls í hlíð.
Nú er fagurt flest í dag.
Fuglar syngja gleðibrag.
Sumarljóð, sæl og rjóð,
syngja börnin góð.

© 2016 - Karellen