news

Tónlist á Gráa Kjarna

29. 01. 2021

Á Gráa kjarna eru tón- og söngelskar stúlkur og kemur tónlist heilmikið við sögu í okkar daglega starfi. Við syngjum og notum hljóðfæri og tónlist í margs konar tilgangi. Söngurinn eflir málþroskann og er málörvandi en einnig hjálpa hljóðfærin, klapp og trommusláttur við að efla taktvitundina og rytmann í tungumálinu. Lögin sem við syngjum eru því ýmist með hreyfingum, þau klöppuð eftir atkvæðum eða takti og svo einbeitum við okkur líka að innihaldi textanna. Hristurnar okkar notum við mikið, með eða án söngs, og í vikunni prófuðum við að syngja öll erindin af Krummi svaf í klettagjá og allur Þorraþrællinn var líka sunginn við undirleik hristanna sem og með aðstoð okkar frábæru söngbókar, Glatt á Hjalla. Púðarnir í leikstofu eru stundum notaðir sem trommur og henta sérstaklega vel við afríska tónlist. Einnig höfum við aðgang að nokkrum bongótrommum, bjöllum og fleiri hljóðfærum sem gaman er að prófa. Í kringum hljóðfærin og sönginn er mikil gleði og gaman að sjá hvernig andrúmsloftið getur breyst á einu augabragði þegar boðið er upp á hljóðfæri og söng.© 2016 - Karellen