Innskráning í Karellen
news

Vináttulota á Græna Kjarna ❤️

01. 04. 2021

Nú vorum við á Hnoðraholti að ljúka við vináttulotu og áræðnislotan búin að taka við. Vináttulotan er 5.lotan í kynjanámskrá Hjallastefnunnar, með lotulyklana félagsskapur, umhyggja, nálægð og kærleikur. Í þessari lotu er félagsfærni þjálfuð og æfð og gefur möguleika á að rækta einlægan kærleika til annara. Vinnan í þessari lotu fer fram með því að styrkja og efla vináttu í allskonar vinaleikjum, útskýrum hvað það er að vera vinkona eða vinur og við æfum tillitssemi og hjálpsemi.

Vinkonurnar í Ö hóp lögðu sérstaklega áherslu á samveru með vinum okkar í Ö hóp á Gulakjarna. Við byrjuðum alla hópatíma á að heilsa öllum, segja nöfnin okkar og syngja nokkur lög. Í einum hópatímanum vorum við að æfa nánd og fínhreyfingar með því að vinirnir og vinkonurnar voru að naglalakka hvort annað.

Á skemmtifundum notuðum við líka tækifærið til að æfa nánd milli allra á kjarnanum með því að taka knúshring. Ein vinkona okkar átti afmæli þann dag svo það var afskaplega skemmtilegt að fá að knúsa afmælisstúlkuna.

© 2016 - Karellen