news

Hoppandi skemmtileg vorhátíð

24. 05. 2021

Vorhátíðin var að þessu sinni án foreldra og er okkur strax farið að hlakka til næstu vorhátíðar þegar foreldrar geta tekið þátt.

Settar voru upp 5 stöðvar sem kjarnar skiptust á að mæta á. Boðið var upp á sápukúludiskó, andlitsmálun, krakkahesta, hoppukastala og síðast en ekki síst var hressingarstöð hlaðin grænmetis góðgæti og krítum til að teikna með.

Bæði börn og kennarar skemmtu sér ofur vel og fóru dansandi glöð inn í langt helgarfrí.

© 2016 - Karellen