Gjaldskrá leikskólans

Gjaldið á Hnoðraholti er svk. útreikningum Sambands ísl. sveitarfélaga; mánaðarkostnaður er 253.582 kr. fyrir 8 klst. vistun á dag. Greiðsluhlutfall foreldra af þessu gjaldi ræðst af aldri barnsins og af framlagi frá lögheimilissveitarfélagi fjölskyldunnar

  • Börn undir 9 mánaða fá ekki framlag frá sveitarfélagi
  • 9-12 mánaða börn fá sama framlag frá sveitarfélagi og er greitt til dagmæðra
  • 12-18 mánaða börn i Garðabæ fá leikskólaframlag frá bænum og greiða foreldrar leikskólagjald samkvæmt gjaldskrá bæjarins, Kópavogur hækkar sitt gjald að hluta
  • 18 mánaða börn fá að hluta hækkað framlag frá Hafnarfirði og Reykjavík

Hvert foreldri þarf að afla upplýsinga hjá sínu sveitarfélagi um krónutölu þess framlags sem greitt væri með viðkomandi barni

Til viðbótar dvalargjaldi greiða foreldrar bleyjugjald sem nú er 3.000 kr. á mánuði

Auk þessa býðst foreldrum að greiða aukalega fyrir aðra þætti s.s. mánaðargjald í foreldrafélagið 400 kr, þróunargjald til að styrkja starfsemi skólans samkvæmt vali starfsfólks 500 kr. og loks geta foreldrar lengt tíma barna sinna dag og dag og greitt aukalega fyrir það!

Aukagjald er innheimt fyrir lengingu á dvöl og eins þegar barn er sótt of seint eða kemur of snemma.

Gjaldið er 200 kr. fyrir hvern byrjaðan stundarfjórðung ef foreldri hefur beðið um lengingu en 400 kr. ef kennarar hafa ekki verið látnir vita af seinkun.

Þegar leikskóla hefur verið lokað, 16:30 er ekki hægt að semja um frekari lengingu og rukkast 1800 krónur fyrir hvert byrjað korter ef barn er sótt eftir lokun skólans.

© 2016 - Karellen