Um Hnoðraholt

Leikskólinn Hnoðraholt opnaði í lok ágúst 2016 og er til húsa á Vífilsstöðum við Vífilsstaðaveg 123 í Garðabæ. Við tökum á móti börnum frá öllum sveitarfélögm á höfuðborgarsvæðinu enda eru Vífilsstaðir sérlega vel staðsettir með tilliti til umferðar. Þar dvelja nú um 94 börn á aldrinum 12 mánaða til fjögurra ára.

Haustið 2019 var viðbygging tekin í notkun og er Hnoðraholt nú 6 kjarna leikskóli þar sem dvelja nú 94 börn á aldrinum 12 mánaða til 4 ára. Eftir 4 ára býðst Hnoðraholtsbörnunum að vera áfram á Vífilsstaðatorfunni og fara á 5 ára kjarna í Barnaskóla Hjallastefnunnar sem staðsettur er við hliðina á Hnoðraholti.Hugmyndafræði

Hnoðraholt fylgir hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem hefur verið í þróun og notkun í 25 ár. Jákvæðni, gleði og kærleikur eru grunngildin í allri okkar vinnu bæði gagnvart börnunum, foreldrum og starfsfólki. Minni áhersla er lögð á kynjaskiptingu hjá svo yngstu börnunum en mikil hjá þeim eldri. Stefnan er einnig þekkt og viðurkennd víða erlendis og þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á starfi Hjallastefnuskóla sýna afar jákvæðar niðurstöður. Eins hafa viðhorfakannanir sýnt mikla ánægju hjá foreldrum með Hjallastefnustarf, allt frá 12 mánaða til 16 ára. Lesa nánar um meginreglur Hjallastefnunnar.Aðstaða

Hnoðraholt er fyrsti skólinn þar sem við fetum okkar áfram í að vinna með hönnuðum með rými sem eru sérsmíðuð og ætluð að ýta undir hreyfiþroska og örva annan þroska barna. Hnoðraholt notast við svokallaðar gólfvöggur sem gefa barninu tilfinningu fyrir vernd vegna hliða höfðagaflsmegin en um leið eru þau sjálfbjarga að skríða sjálf upp í vögguna sína. Framleiðslan er fullkomlega umhverfisvæn, bæði vöggur og dýnur og hvert barn á sín rúmföt og sína svefnhluti.


Leikefni

Leikefni eru fyrst og fremst úr náttúrulegum efnivið eins og meginreglur Hjallastefnunnar gera ráð fyrir. Hnoðraholt vinnur náið með Barnasmiðjunni að leikföngum sem hafa verið notuð á Norðurlöndum bæði á leikskólum sem og meðal sérfræðinga eins og sjúkraþjálfara til að örva hreyfigetu og þroska barna.

Matur er eldaður í fullbúnu eldhúsi í Hjallastefnuleikskólanum Öskju þar sem matarstaðlar Hjallastefnunnar ráða för; matur unninn frá grunni án aukaefna og með fullu tilliti til allra séróska foreldra um fæðu. Þar má nefna séróskir um glúteinfrían eða laktósafrían mat.

Sími: 555-7810
Netfang: hnodraholt(hja)hjalli.is

© 2016 - Karellen