Innskráning í Karellen

Hvað er Numicon?

Numicon veitir börnum á leikskólaaldri góðan undirbúning í að skilja stærðfræði og auka stærðfræðiþekkingu þeirra m.a. til að sjá tengsl milli talna. Barnið lærir með því að handleika og finna. Götin í Numicon formunum tákna tölurnar frá 1 -10

Auk Numicon forma fylgir myndskreytt kennarabók sem útskýrir stærðfræðihugmyndir er mæta barninu í að skilja stærðfræði.

Í kennarabókinni er að finna fjölda hugmynda um skemmtileg stærðfræðiverkefni fyrir inni- og útileiki í sandi og vatni, bygginga- og hlutverkaleiki, sem og hugmyndir að leikjum í matarhléum, á gólfteppinu o.s.frv.. Lykilinn og grunnþátturinn er áherslan á umræður um stærðfræði með hugmyndum til að efla stærðfræðiþekkingu innan leikskólans. Nánari upplýsingar og stuðningur við þetta sett má finna á www.numicon.com.




© 2016 - Karellen