Innskráning í Karellen
news

Að byrja í leikskóla❤️

14. 08. 2023


Aðlögun barna fer fram í byrjun ágúst, strax að loknu sumarleyfi. Aðlögun er sá tími þegar barnið kynnist kjarnanum sínum, kennurum og börnum. Með góðum aðlögunartíma aukast tengslin milli foreldra og starfsfólks og grunnur er lagður að áframhaldandi foreldrasamstarfi.

Samstarf heimilis og skóla hefst þegar barn byrjar í aðlögun. Barn og foreldri læra saman á umhverfið og fá um leið tækifæri til að kynnast tækifærum til náms og leiks.

Í Hnoðraholti er þátttökuaðlögun sem byggir á því að barn kynnist og læri að takast á við nýjar aðstæður með foreldri sínu. Þátttökuaðlögun er framkvæmd svo að 4-5 börn eru aðlöguð samtímis.

Fyrsti hóparnir komu í dag á Brúnakjarna, Rauðakjarna og Gráakjarna og að viku liðinni koma aðrir tveir hópar.

© 2016 - Karellen