news

Áræðnilota á Rauða Kjarna ❤️

18. 03. 2022

Áræðni lota og þá þarf að æfa kjark og hugrekki. Við höfum gert margt skemmtilegt sem tengist því. Eins og t.d að ná eplum upp úr vatni bara með tönnunum okkar, farið á tásunum út í snjóinn, byggt háa turna úr kubbum þar til þeir detta og fleira. Við höfum líka farið mikið út að renna, klifra í trjánum og hafa gaman. Einnig erum við aðeins byrjuð að undirbúa páskana :) Myndirnar tala sínu máli


Úlfur náði bita en datt með andlitið ofan í vatnið og kennaranum fannst það fyndið og já líka Úlf

Sturla alveg að ná sínum bita

Sæmundur Breki hljóp svo hratt að betri mynd náðist ekki en hugrakkur var hann

© 2016 - Karellen