Innskráning í Karellen
news

Framkoma er orð vikunnar ❤️

20. 09. 2022

Góðan daginn kæru vinkonur og vinir

Nú líður á Aga lotuna okkar og er fjórða vikan að hefjast í henni. Lotulykill þessara viku er orðið Framkoma. Við kennum nemendum okkar að koma vel fram og eflum þeirra samskiptafærni sbr. við skiptumst á að tala, hlustum með athygli á aðra, grípum ekki fram í fyrir öðrum, verum skýr og segjum það sem okkur finnst, virðum skoðanir annarra og sýnum tillitssemi. Allt eru þetta þættir sem er gott að æfa hvort sem maður er ungur eða eldri.

© 2016 - Karellen