Innskráning í Karellen
news

Frumkvöðlavika

11. 04. 2023

Sæl veriði á þessum fallega þriðjudegi.

Í dag hefst frumkvöðlavika á Hnoðraholti en það er uppskeruvika Áræðnilotu. Þá rifjum við upp og búum til skemmtileg verkefni tengt kjark, kraft, virkni og frumkvæði.

Við ætlum að fara yfir alla söngvana, þulurnar, orðatiltækin og orðaforðaþemu síðustu 4 vikna og við hvetjum ykkur foreldrana til að taka þátt í upprifjuninni með okkur og æfa líka hljóð vikunnar heimafyrir.

Söngvar: Við erum söngvasveinar. Tvö skref til hægri. Lína Langsokkur. Lagið um vikudagana og Vertu til. Risatröll. Stafrófið

Þulur: Hani, krummi, hundur, svín. Stebbi stóð á ströndum. Sá ég spóa. Sólin skín og skellihlær

Orðatiltæki: Að hrökkva eða stökkva. Látum hendur standa fram úr ermum. Taka skal viljann fyrir verkið. Að taka af skarið

Orðaforðaþemu: Hreyfing. Tími. Spurningar. Afstaða

Í dymbilvikunni, síðustu viku, var hljóð vikunnar: Ei/Ey

Hljóð vikunnar núna er: Hj (bæði í Lubba og Lærum og leikum með hljóðin)

Við sláum samt ekki slöku við næstu vikur heldur höldum við áfram með að æfa hljóðin: Hl, Hr, Hn, Ó og Au. Eitt hljóð í hverri viku.

© 2016 - Karellen