Innskráning í Karellen
news

Hjólin á strætó

24. 11. 2022

Á Bláa kjarna höldum við mikið upp á lagið Hjólin á strætó.

Nú á dögunum komu stúlkurnar með hugmynd af viðbót við lagið, bílskúr.

Við syngjum lagið:

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,

hring, hring, hring, hring, hring, hring.

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,

- út um allan bæinn!

Hurðin á strætó opnast út og inn,

út og inn, út og inn!

Hurðin á strætó opnast út og inn

- út um allan bæinn!


Bílstjórinn í strætó segir góðan dag, góðan dag, góðan dag.

Bílstjórinn í strætó segir góðan dag

- út um allan bæinn!


Peningarnir í strætó segja klink, kling, kling,

klink, kling, kling, klink, kling, kling!

Peningarnir í strætó segja klink, kling, kling

- út um allan bæinn!


Fólkið í strætó segir bla, bla, bla,

bla, bla, bla, bla, bla, bla!

Fólkið í strætó segir bla, bla, bla

- út um allan bæinn!


Börnin í strætó segja hí, hí, hí,

hí, hí, hí, hí, hí, hí!

Börnin í strætó segja hí, hí, hí

- út um allan bæinn!


Bílstjórinn í strætó segir uss, suss,

suss, uss, suss, suss, uss, suss, suss!

Bílstjórinn í strætó segir uss, susss, suss

- út um allan bæinn!


Eftir vaktina fer strætóinn í bílskúrinn,

bílskúrinn, bílskúrinn.

Eftir vaktina fer strætóinn í bílskúrinn

- út um allan bæinn!

© 2016 - Karellen