Innskráning í Karellen
news

Hvalir sem urðu að kakó ❤️

02. 03. 2023

Grænikjarni fór í ævintýraferð til Hafnarfjarðar í vikunni með strætó. Við byrjuðum á að athuga hvort hvalirnir væru enn í höfninni, við gengum meðfram sjónum og kíktum svo í heimsókn í garðinn til Birnu vinkonu okkar þar sem við fengum okkur banana og heitt kakó. Á leiðinni til baka í strætó gengum við í gegnum Hellisgerði og vinkuðum hundinum hans Antons í glugganum. Við skemmtum okkur mjög vel og hlökkum til að fara í aðra ævintýraferð öll saman.

© 2016 - Karellen