Innskráning í Karellen
news

Jákvæð sjálfsmynd á Bláakjarna❤️

20. 10. 2022

Sjálfstæðislota er einstaklingsfærni lota. Ásamt stöðugri sjálfstæðisiðkun allt skólaárið leggur lotan grunn að jákvæðri sjálfsmynd þar sem hvert barn skynjar stöðuga viðurkenningu umhverfisins á sjálfu sér, bæði fyrir allt sem gengur vel og ekki síður hvatningu og leiðréttingu þegar á þarf að halda.

Lykilhugtök lotunnar eru sjálfstyrking, sjálfstraust, öryggi og tjáning, þar sem formálinn er einfaldlega: Ég er…, mér líður… og mér finnst…

Í tengslum við sjálfstæðislotuna hefur Blái kjarni verið að vinna með ýmsar æfingar. Svo dæmi séu nefnd:

  • Stúlkurnar klæða sig sjálfar í og úr útifötum, sjá sjálfar um að velja fötin sem og ganga frá þeim.

  • Eftir hvern matmálstíma sjá stúlkurnar sjálfar um að þurrka sér og borðið fyrir framan sig.

  • Ákveðin, sjálfstraust og framsögn hafa stúlkurnar verið að æfa með því að standa á sólinni í leikstofu og segja hvað þær heita og hvað þær ætla að velja á valfundum. Það fer þannig fram að stúlkan sem velur fer á sólina og segir: „Ég heiti x og ég ætla að velja x", síðan setur hún valspjald ofan í val kassann.

  • Fyrir hverja helgi er stúlkunum boðið upp á að koma á sólina og segja hinum frá hvað þær ætla sér að gera um helgina. Eftir helga er þeim síðan boðið upp á að segja hinum frá hvað þær gerðu um helgina.

Á eftirfarandi myndum má fá smá innsýn inn í það sem verið verið var að lýsa :)


© 2016 - Karellen