Innskráning í Karellen
news

Jólaferð

27. 12. 2021

Í seinustu viku skelltum við stúlkurnar okkur í jólaferð í Hafnarfjörð til að skoða aðventuljósin í miðbænum og Hellisgerðinni. Til að komast þangað var farið með strætó sem jók tilhlökkun vinkvennanna. Á meðan við biðum eftir strætisvagninum sungum við lög, rúluðum niður brekku og spjölluðum um bílana. Þegar komið var á áfangastað, fengum við okkur ávexti og héldu nokkrar stúlkur fjörinu gangandi með því að syngja jólalög uppá sviðinu í miðbænum, hvílíkur kjarkur!
Þaðan var haldið í Hellisgerðina til að skoða ljósin, finna álfa sem eru þar í felum og leika sér á leikvellinum. Á leiðinni tilbaka heyrðist í nokkurum stúlkum tala um hversu skemmtilegur þessi dagur var og vilja endilega fara aftur. Við kennaranir getum ekki verið stoltari af okkar stúlkum og hlökkum til fleiri ferða á nýju ári.




© 2016 - Karellen