Innskráning í Karellen
news

Útivera og æfing í fataklefa á Gráa kjarna ❤️

25. 02. 2022

Stúlkunum í Ö hóp á Gráa kjarna fannst spennandi að vera úti í rokinu og öllum snjónum í vikunni. Þær voru svo heppnar að það var búið að moka lítið snjóhús á pallinum okkar þannig að þar gátu þær leitað skjóls. Fyrir litla kroppa þarf heilmikinn styrk til að komast áfram í svona miklum snjó en þannig eflast jú eiginleikar eins og þrautseigja og seigla. Þrátt fyrir mikið rok nutu stúlkurnar þess að renna, moka og að sjálfsögðu að gæða sér á snjónum.

Þegar veðrið er þannig að það lítur út fyrir að vera erfitt að vera úti þá nýtum við oft tækifærið og gefum okkur góðan tíma í fataklefanum þannig að stúlkurnar geti æft sig að klæða sig í og einnig þegar við komum inn að klæða sig úr.

© 2016 - Karellen