Innskráning í Karellen
news

Kynjablöndun á Miðeiningu <3

22. 03. 2023

Kynjablöndun er daglegur hluti af skólastarfinu okkar. Í kynjablöndun þjálfum við virðingu fyrir hinu kyninu og æfum okkur í samskiptum og nálægð. Á miðeiningu Hnoðraholts eru Blái og Rauði kjarni. Almennt ver hver hópur hópatíma saman einu sinni í viku. Þó hittast kjarnarnir á hverjum degi úti, ýmist í vali og hópatímum. Vikudagsskránni fyrir hópatíma er skipt þannig að á mánudögum hittir Ö-hópur-Ö hóp. Þriðjudögum Æ-hóp-Æ-hóp og á miðvikudögum hittir Þ-hópur-Þ-hóp.

Í kynjablöndun vinna hóparnir saman að ýmsum verkefnum, fræðilegum, frjálsum og skipulögðum. Mörg blöndunarverkefni snúast um að para saman stúlku og dreng í tilteknum verkefnum. Oft er kynjablöndun í sameiginlegum leikjum og verkefnum þar sem beinna samskipta er ekki krafist heldur eru þau hlið við hlið að æfa sig.

© 2016 - Karellen