Innskráning í Karellen
news

Nornaskógurinn okkar ❤️

07. 11. 2022

Skógurinn okkar (nornaskógurinn) við bílastæðið hefur verið einn af uppáhalds stöðunum hjá okkur á Gulakjarna. Við förum reglulega í skóginn til þess að leika okkur enda algjör ævintýraheimur þar sem að drengirnir meðal annars klifra í trjám, hlaupa um og leika í sjóræningjaleik. Í skóginum búa smádýr, mýs og fuglar sem við höfum verið að fylgjast með.

Núna þegar það er farið að kólna þá höfum við mikið verið að hugsa til smádýranna í skóginum. Í einum hópatíma í síðustu viku fóru drengirnir í Þ-hóp út í skóg með niðurskorin epli. Drengjunum þótti þetta ótrúlega spennandi og voru heldur betur glaðir þegar við kíktum í skóginn daginn eftir og sáum að smádýrin höfðu nánast klárað öll eplin.

Við ákváðum svo að gera aðra tilraun eftir að Birna sérkennslustýra sagði okkur frá því að mýsnar sem heimsækja hana vilji helst borða seríos. Drengirnir þræddu seríos uppá bönd sem við fórum svo með útí skóg og settum þau á lágar greinar. Gleðin var mikil þegar við svo fórum daginn eftir aftur útí skóg og sáum að einhver hafði gætt sér á seríosinu.

© 2016 - Karellen