Innskráning í Karellen
news

Símalaus sunnudagur - Barnaheill

27. 10. 2022

Næstkomandi sunnudag standa Barnaheill – Save the Children á Íslandi fyrir símalausum sunnudegi í fjórða sinn.

Yfirskrift Símalaus Sunnudags er,,Upplifum ævintýrin saman” og er markmiðið að vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um áhrif snjalltækja á samveru og nánd innan fjölskyldna.

Hægt er að skrá sig til leiks á www.simalaus.is og taka áskorun Barnaheilla. Allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna fjölbreytta og fjölskylduvæna útdráttarvinninga og fá auk þess nokkur góð ráð send í tölvupósti laugardaginn 29. október.

Hér má finna frekari upplýsingar

© 2016 - Karellen