Innskráning í Karellen
news

Sjálfstæðislotan - einstaklingsþjálfun❤️

03. 10. 2023

Komið þið sæl og blessuð kæru vinkonur og vinir

Þá hefst lota númer tvö samkvæmt kynjanámskrá Hjallastefnunnar en það er Sjálfstæðislotan. Lotulyklar hennar eru sjálfstyrking, sjálfstraust, öryggi og tjáning. ,,Sjálfstyrking‘‘ er lotulykill þessarar viku. Athygli og hvatning er kjarni þessarar lotu. Kennarar leggja sig fram við að nálgast hvern og einn nemanda og sannfæra bæði nemandann og fjölskylduna um óendanlegan vilja skólans til að hafa þennan einstakling í fyrsta sæti. Framsagnaræfingar eru góðar í þessari lotu og þjálfun í að tjá tilfinningar er mikilvægur þáttur, t.d. að ræða um hvernig þeim líður þegar þau koma í skólann, teikna myndir og ræða um það sem er best í skólanum eða hvenær þeim líður illa og hvað hægt sé að gera í því. Beinar æfingar í jákvæðri tjáningu um sjálfa/n sig er frábært.

Í hljóðainnlögn eru stafirnir/hljóðið ,,Í’’ og ,,Ý’’ og í tákni með tali eru táknin ,,buxur’’ og ,,peysa’’. Þula vikunnar er ,,Buxur, vesti, brók og skó,, og lag vikunnar er ,,Þegar barnið í föt sín fer’’. Við höldum áfram að styrkja hugtakaskilninginn sbr. afstöðuhugtök, fornöfn, setningamyndun o.fl.sem og að fimm ára börnin halda áfram í stafainnlögn.

Hér fyrir neðan er slóð á lag með hljóði vikunnar (Í).


https://www.youtube.com/watch?v=8-WRRK-W8_s

© 2016 - Karellen