Innskráning í Karellen
news

Skapandi hópatímar❤️

01. 09. 2023

Tvisvar á dag er hópastarf úti og inni þar sem hvert barn tilheyrir fámennum hópi og sami eða sömu kennarar starfa með hópnum allt skólaárið. Þarna eru skipulagðir hópatímar með dansi og hreyfingu, gönguferðum og þrautabrautum, málun, leirgerð og alls kyns föndri, tónlistarhlustun, söng og þulum, sögum og bóklestri og hverju því sem einkennir leikskólastarf.

Í hópatímum er líka verið að æfa kynjanámskrána okkar, kjarkæfingar og jákvæðniæfingar, vináttu- og nálægðaræfingar, sjálfstraust og framkomu, virðingu í hegðun og orðanotkun eins og hrósyrði um sig og aðra svo dæmi séu nefnd.

© 2016 - Karellen