Innskráning í Karellen
news

Skemmtifundur á Grænakjarna

29. 11. 2021

Skemmtifundur er stutt gæðastund á mottunni sem fer oftast fram 3 sinnum á dag meðan kennarar ganga frá eftir val eða undirbúa hádegismat. Á Grænakjarna reynum við að nota skemmtifundinn til að læra eða prufa nýja hluti, svo sem syngja ný lög, æfa frásögn barna, les bók, hlusta á sögu eða fara með rím.
Gæðastundinn þarf alls ekki að vera flókin en seinast liðin fimmtudag dróg kennari fram allskyns efnivið og vatn til að kanna hvort ákveðin hlutur sekkur eða flýtur. Stúlkurnar litu undrunar augum á hvern hlut fyrir sig og veltum við fyrir okkar hvað hann var gerður úr, hvað fyrsta málhljóðið er og klöppuðum atkvæði. Síðan spurði kennarinn stóru spurninguna flýtur eða sekkur hluturinn?
Stúlkurnar kölluðu upp hvað þær héldu og biðu með mikilri tilhlökkun hvort var rétt. Kennarinn og stúlkurnar töldu saman uppá 3 og hluturinn settur ofan í vatnið. Með því fylgdi mikil fagnaðar læti og heyrðist hróp eins og "yes" "ég náði rétt" eða "ahh gengur betur næst".

Suma dag er spennan mikil og þá er gott að nota skemmtifundinn sem slökkun. Þá er hlustað á jóga tónlist eins og "sa re sa sa", "fly like a butterfly" eða "I am happy". Þá er líka gott að grípa í kremið og láta vinkonurnar bera krem á hendurnar á hvor öðrum.



© 2016 - Karellen