Innskráning í Karellen
news

Talnagleði á Gulakjarna

07. 02. 2023

Drengirnir á Gulakjarna hafa sýnt stærðfræði og tölum mikinn áhuga upp á síðkastið, sérstaklega í föndurkrók þar sem áhuginn hefur verið að læra að skrifa tölustafina. Á Hnoðraholti erum við svo heppin að fá aðgengi að Numicon sem er stærðfræðileg nálgun sem hjálpar börnum að sjá tengsl milli talna. Við á Gulakjarna höfum útbúið bók sem á nú heima í föndurkrók þar sem drengirnir geta flett upp tölunum og skoðað Numicon formin með. Þetta hefur verið frábær leið til þess að kynna drengjunum fyrir tölum, strærðum, formum og þeir eru jafnvel farnir að æfa sig í að leggja saman tölur og draga frá.

© 2016 - Karellen