Innskráning í Karellen
news

Þjálfun nýrra kennara í hjallískum starfsháttum❤️

24. 08. 2023

Hjallastefnan er einstök og aðferðafræði okkar og nálgun er ekki kennd í skólakerfinu. Við höfum því þróað yfir árin mjög áhrifamikla leið í að þjálfa og mennta allt okkar fólk. Þetta hefur gert það að verkum að menning er mjög sterk og með því að fara í gegnum markvissa þjálfun vita allir til hvers er ætlast og hvernig við nálgumst hluti og viðfangsefni.

Innan Hjallastefnunnar er lögð áhersla á markvissa og víðtæka fræðslu. Við upphaf starfs er farið í gegnum alla starfsþætti stefnunnar sem byggir bæði á meginreglu og kynjanámskrá.

Handbók Hjallastefnunnar er grunnur að öllu starfi sem fram fer. Handbókin er lifandi bók sem notuð í öllum skólum til að minna á, rifja upp eða læra handtök og nálgun í okkar starfi. Í langan tíma hefur verið nýliðaþjálfun fyrir alla sem starfa fyrir Hjallastefnuna með börnunum. Eftir að kallað var eftir því að samræma betur þjálfun allra starfsmanna var ráðist í að vinna þjálfunina í fjarnámi hjá Hjallastefnunni til að styðja betur við handbókina. Haustið 2019 fór af stað níu vikna nýliða þjálfunaráætlun þar sem allir starfsmenn tóku þátt í því prógrammi sem þú ert nú að hefja.

Þjálfunaráætlun Hjallastefnunnar er ætlað að auðvelda nýjum kennurum að ná fljótt og vel tökum á starfsháttum Hjallastefnunnar.


Hér má sjá Ragnheiði leikskólakennara sem leiðir þjálfunaráætlunina fyrir Hnoðraholt og Litlu Ása.

© 2016 - Karellen