Innskráning í Karellen
news

Upplestur í boði foreldrafélagsins❤️

30. 11. 2022

Okkar frábæra foreldrafélag fékk rithöfundinn og söngkonuna Birgittu Haukdal til að koma og lesa úr bókinni sinni Hrekkjavakan og Lára. Hin lífsglaða Lára hefur sérstaklega gaman af að læra eitthvað nýtt. Bangsinn Ljónsi fylgir henni hvert fótmál og saman spreyta þau sig á ýmsum verkefnum.

Hrekkjavaka er svo skemmtileg! Lára ætlar að fara í búning og ganga í hús með Atla og Júlíu og gera grikk eða gott. Hún getur bara ekki ákveðið sig í hverju hún á að vera. Norn, draugur eða sjóræningi? Þurfa kannski ekki allir búningar að vera hræðilegir?

Takk fyrir okkur <3

© 2016 - Karellen