news

Útskrift elstu barnanna okkar❤️

03. 06. 2022

Útskrift elstu barnanna okkar í Hnoðraholti var í gær. Á þessum árstíma og á þessari gleðistundu, er hjörtu starfsfólks hoppandi af gleði yfir frábærum börnum en á sama tíma er alltaf erfitt að kveðja vinkonur sínar og vini. Að þessu sinni voru það 11 börn fædd árið 2017 sem útskrifast. Þau fara þó ekki langt frá okkur en flest þeirra fara yfir í Barnaskóla Hjallastefnunnar sem er hér í næsta húsi og þar fáum við að fylgjast með þeim vaxa og dafna enn frekar.

Börnin fengu afhenta bók frá foreldrafélaginu, útskriftabókina sína sem og óskastein.

Það er komin löng hefð fyrir því hjá Hjallastefnunni að börnin fái óskastein við útskrift sem vinkonur, vinir og kenanrar hafa sett góða og hlýja strauma í.

Útskriftabókin, er minningarbók frá leikskólagöngu barnsins þar sem hugmyndir þess, tilfinningar og framfarir eru sýnilegar.


Við óskum börnunum okkar og fjölskyldum þeirra velfarnaðar :)

© 2016 - Karellen