news

Veðurstöð í þróun á Gulakjarna ❤️

29. 09. 2022

Dásamlega veðrið á Íslandi.....

Íslenskan hefur um svo ótalmörg veðurorð að geyma enda aldrei að vita hvaða veður við eigum von á þann daginn. Til að leyfa drengjunum á Gulakjarna að taka meiri þátt í að segja til um hvaða fatnaður er hentugur á útisvæði höfum við tekið í notkun veðurstöð.

Á Gulakjarna er starfsfólk að þróa veðurstöðina okkar. Með er veðurstöðinni fá drengirnir að taka upplýsta ákvörðum um veðrið úti og þá ákveða hvaða fatnaður er viðeigandi. Á veðurstöðunni er svæði til þess að merkja gæði loftgæða úti en þær upplýsingar finnum við á vef umhverfisstofnunnar. Skífan er notuð til að ákvarða hvernig himininn lýtur út er, eru ský, úrkoman, hvernig úrkoma, snjór eða rigning, hálfskýjað eða heiðskýrt og svo er auðvitað hægt að velja einhvern milliveg. Regnistikan leyfir drengjunum að ákvarða hitastigið úti er mjög heitt, kallt eða ískallt og allt þar á milli. Vindstikan fær drengina til að ákvarða vindstyrk úti er logn, kaldi eða fárviðri en auðvitað eru til heil 13 vindstig á Íslandi og því þarf skalinn að vera svegjanlegur en í sameiningu getum við æft okkur að nota þessi 13 skemmtulegu íslensku orð. (Logn, andvari, kul, gola, stinningsgola (blástur), kaldi, stinningskaldi (strekkingur), allhvass vindur (allhvasst), hvassviðri (hvasst), stormur, rok, ofsaveður, fárviðri.) Að auki er svæði þar sem hægt er að setja allkyns lýsandi veðurorð.

© 2016 - Karellen