Áætlanir og mat
Í 18. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 er kveðið á um að hver leikskóli skuli meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs. Í 19.gr. laganna segir að sveitarfélögin eigi síðan að fylgja innra matinu eftir þannig að það leiði til umbóta í skólastarfi.
Tilgangur með mati er að afla vitneskju um árangur skólastarfsins og hvernig einstaklingum og hópum gengur að ná settum markmiðum.
Mat á leikskólastarfi er með ýmsum hætti og skiptist í innra og ytra mat.
Skólaárið 2022 - 2023
Skólaárið 2021 - 2022
Skólapúlsinn, foreldrakönnun, helstu niðurstöður og úrbótaáætlun
Skólapúlsinn, starfsfólkskönnun,helstu niðurstöður og úrbótaáætlun
Jafnréttisáætlun Hjallastefnunnar 2021-2023
Skimunaráætlanir
EFI–2 málþroskaskimun er skimun á málskilningi og máltjáningu barna, sem eru á 4. ári. EFI-2 er ætlað leikskólakennurum og öðrum sérfræðingum í leikskólum. EFI–2 málþroskaskimunarinnar felst fyrst og fremst í því:
- Að finna þau börn sem eru með frávik í málþroska svo hægt sé að grípa inn í með skjóta og markvissa aðstoð ef grunur vaknar um frávik. Ennfremur að vísa börnum sem þurfa, áfram í nánari athugun og viðeigandi úrræði.
- Að gefa foreldrum hugmynd um hvernig málþroski barnsins er miðað við jafnaldra og veita þeim og öðrum fullorðnum í umhverfi barnsins ráðgjöf og leiðbeiningar.
- Að fá foreldra í samstarf til að styrkja málþroska barnsins.
Tras er skráningarlisti til notkunar fyrir leikskólakennara til að fylgjast með máltöku tveggja til fimm ára barna.
TRAS skráningarlistinn er ekki málþroskapróf heldur athugun í skráningarformi á málhegðun og málþróun hjá börnum á ákveðnum aldri.
Skráningin hefst þegar barn er rúmlega tveggja ára og lýkur við fimm ára aldur. Tvisvar á ári, með sex mánaða millibili skráir leikskólakennari á skráningarblöðin svör við ákveðnum spurningum um málþroska barnanna. Hvert barn á sitt skráningarblað sem fylgir því í gegnum leikskólann. Ekki er um eiginlega fyrirlögn að ræða heldur leitar sá leikskólakennari sem best þekkir barnið svara við spurningunum á skráningarlistanum með því að fylgjast með barninu í leik og starfi.Spurningarnar á TRAS skráningarlistanum flokkast undir þrjú færnisvið sem hvert um sig á ákveðinn lit á skráningarblaðinu.
1. Samleikur, tjáskipti/ samskipti og athygli/einbeiting.
2. Málskilningur og málmeðvitund.
3. Framburður, orðaforði og setningamyndun.
Markmið með TRAS skráningarlistanum er:
· Að unnt sé að grípa inn í með skjóta og markvissa aðstoð ef grunur vaknar um frávik.
· Að foreldrar og aðrir fullorðnir í umhverfi barns fái ráðgjöf og leiðbeiningar. Það getur dregið úr áhyggjum og gefið innsýn í hvernig best sé að hjálpa barninu.
· Að reynt sé að fyrirbyggja að önnur vandamál komi upp sem tengjast því að barn hafi ekki fengið aðstoð vegna málþroskafrávika.
Aðrar skimanir:
Ef börn sýna frávik notast leikskólinn við þessar skimanir:
- Íslenski Þroskalistinn
- SmábarnalistinnASEBA listi
- AEPS listi
- Tras - skráning á málþroska 2-5 ára barna
- Orðaskil