Hreyfistund
Hreyfistund er skipulögð stund þar sem kennari leiðir hóp barna í margskonar leiki, æfingar, hreyfisöngva, öndunaræfingar og slökun.
Skipulag hreyfistunda fylgir hugmyndafræði og kynjanámskrá Hjallastefnunnar.
Í hreyfistund er lögð áhersla á að efla skyn – og hreyfiþroska og stuðla að góðri hreyfifærni með grunnhreyfingar barna til hliðsjónar.
Grunnhreyfingar barna eru 14 talsins: snerta, velta sér, skríða, rúlla, sveifla, ganga, hlaupa, kasta, grípa, hoppa, stökkva, klifra og hanga.
Í hreyfistund er m.a. lögð áhersla á eftirfarandi þætti (þó ekki alla í einu):
- Jafnvægi (líkamlegt sem andlegt)
- Samhæfingu handa og fóta
- Samhæfingu hægra og vinstra heilahvels
- Minni
- Styrk
- Liðleika
- Skynjun (sjón, heyrn, lykt og skynjun í iljum og húð)
- Öndun
- Styrkjandi og valdeflandi sjálfstal
- Slökun
Markmið hreyfistundar er eitt: Að hafa gaman!
Hreyfistund er sambland af margskonar hreyfingu og hugmyndum úr mörgum áttum t.d. íþróttum, þolþjálfun, styrktarþjálfun, hreyfiflæði og jóga
Kennari hreyfistundar er Birna Markús.