Innskráning í Karellen

Skólaárið 2021-2022 vann stjórnendateymi Hnoðraholts, skólastýra og kjarnastjórar, að starfendarannsókn um jafningastjórnun með áherslu á frammistöðusamtöl.

Helstu niðurstöður benda til þess að reynsla kjarnastjóra af reglulegum frammistöðusamtölum auki ábyrgð þeirra sem stjórnendur og að þeir tengist samstarfsfólki betur og skilji fremur sýn þeirra á starfinu. Kjarnastjórar eru meðvitaðri um daglega stjórnun og að grípa tækifærin þegar þau gefast með endurgjöf. Kjarnastjórarnir eru ánægðir með fyrirkomulag samtalanna fjögurra, tímalengd, innihald þeirra og þau tækifæri sem þau bjóða upp á til að ná því besta fram hjá viðmælanda. Frekara traust skapast með formlegum samtölum og segja kjarnastjórar þessa leið efla fagmennsku og frekari ígrundun á starfi sínu. Helstu mögulegu annmarkar, að mati kjarnastjóra, er hvort starfsfólk sé alltaf hreinskilið í svörum og hvort starfsfólk almennt segi alltaf það sem í þeirra brjósti býr.

Það er einlægur áhugi allra kjarnastjóranna að halda áfram með verkefnið, það er komið til að vera.Skapast hefur ný þekking og neisti til að gera betur og stuðla að skólaumbótum.Það er von mín að þessi rannsókn skapi nýja sýn á hlutverk og ábyrgð kjarnastjóra í leikskólum.
© 2016 - Karellen