Innskráning í Karellen

Hvað er Numicon?

Numicon er stærðfræðileg nálgun sem hjálpar börnum að sjá tengsl milli talna. Götin í Numicon formunum tákna tölurnar frá 1 - 10.

Numicon eru hlutbundin námsgögn og eru fyrst og fremst hjálpartæki ætluð nemendum sem eru að byrja að læra stærðfræði og nemendum sem eiga við stærðfræðiörðugleika að stríða. Með því að nota Numicon-gögnin má setja upp stærðfræðidæmi án þess að búa yfir sérstakri stærðfræðikunnáttu. Á þann hátt eykur Numicon möguleika allra nemenda til að læra stærðfræði

Frekari upplýsingar má finna á www.numicon.com


© 2016 - Karellen