Innskráning í Karellen

Verkefnið er samstarfsverkefni þriggja leikskóla sem allir eru að taka inn börn undir tveggja ára aldri. Leikskólastarf með ungum börnum er frábrugðið starfi með eldri börnum. Það krefst sérþekkingar á samskipta- og tjáningarmáta barnanna og kallar á aðrar áherslur í námsumhverfi og samstarfi við foreldra. Því telja stjórnendur leikskólanna þriggja mikilvægt að varpa ljósi á starfið og dýpka þekkingu innan leikskólanna á því sviði. Markmiðið með verkefninu er að leikskólakennarar og annað starfsfólk rýni í eigið starf og þau gildi sem starfshættir þeirra byggja á. Á þann hátt er þekking þeirra dregin fram og grundvöllur fyrir nýja þekkingu og starfshætti lagður sem m.a. nýtist í endurskoðun skólanámsskráa leikskólanna. Þetta verður gert með því að vinna starfendarannsókn í samstarfi við ráðgjafa frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Lögð verður áhersla á skapa lærdómssamfélag þar sem sjónum er beint að starfsháttum á deildunum með yngstu börnunum.

© 2016 - Karellen