Innskráning í Karellen
news

Aðlögun barna hefst 9. ágúst ❤️

03. 08. 2021

Það er mikil tilhlökkun á hverju skólaári þegar nýjar vinkonur og vinir koma í hús. Aðlögunarferli tekur amk eina viku og eru foreldrar með í skólanum fyrstu dagana til að veita barni sínu öryggi við nýjar aðstæður.

Aðlögunarferlin hér að neðan eru viðmið um leikskólabyrjun. Eftir þrjá fyrstu dagana er samráð á milli foreldra og leikskólakennara um framhaldið, því það er mjög einstaklingsbundið hversu langan tíma hvert barn þarf.

„Það mikilvægasta í foreldrasamvinnu Hjallastefnunar er þrennt:

  1. að fjölskylda barnsins treysti bæði kennara og skólanum í heild

  1. að kennari og skóli veiti alltaf gagnkvæmar upplýsingar með jákvæðum formerkjum

  1. að forráðamenn barna láti okkur hiklaust vita um allt sem er að eða mætti betur fara í trausti þess að við tökum því jákvætt.“

© 2016 - Karellen