Innskráning í Karellen
news

Sól og vor

16. 04. 2024

Gleðin sem mætir andlit barna og fullorðinna þegar veðrið verður betra og betra. Við elskum að vera úti, léttklætt, strigaskór, sumarvettlingar og njóta sólarinnar.

Veðurguðirnir hafa verið með okkur síðustu daga og mætt með sólina. Að skella sér á pallinn þar sem sólin skín, kríta, fara í fótbolta og já hreinlega bara hlaupa og njóta er alltaf svo miklu skemmtilegra þegar sólin skín og gleðin er með okkur. Þetta er líka svo gott fyrir sjálfstæði barnanna að ná að klæða sig alveg sjálf í útifatnað án aðstoðar kennara og monta sig á því :)

Nú þegar fer að hlýna í veðri fara alls konar leikir af stað í útiveru eins og t.d að kríta, "mála" veggina og skólann útivið, kríta parís, boltaleikir, hlaupaleikir og alls konar leikir sem kennurum dettur í hug að gera með börnunum, t.d leikir frá því þau voru ung að leika sér, kötturinn og músin og þess háttar :)

© 2016 - Karellen