Innskráning í Karellen
news

Lubbi kom í heimsókn❤️

28. 04. 2024

Lubbi þurfti ekki að fara langt til að heimsækja leikskólann Hnoðraholt í Garðabæ. Þetta er í annað sinn sem leið Lubba og aðstoðarmanns liggur í Hnoðraholt og gaman að finna að þar ríkir sami áhuginn og jákvæði vinnuandinn sem fyrr. Á myndinni sjáum við leikskólastýruna Ragnhildi Ólafsdóttur fremsta í flokki og glaðværðin í hópnum skín í gegn. Lubbi þakkar ánægjulega samveru og óskar þeim öllum til hamingju og góðs gengis í starfinu framundan. Já og gleðilegt sumar allir Lubbavinir.

Lubbi býður öllum börnum í ævintýraferð um Ísland þvert og endilangt í leit að 35 málbeinum sem hjálpa honum að læra íslensku málhljóðin, fljótt og vel. Hann býður ykkur jafnframt að koma í Hljóðasmiðjuna sína til að æfa ykkur í að tengja saman hljóðin og læra að lesa og skrifa um leið og hann. Frekrai upplýsingar er að finna á heimasíðu Lubba

Byggt er á Hljóðanámi í þrívídd, hugmyndafræðilegri nálgun er höfundar hafa þróað sem felur í sér samþættingu skynleiða; sjón-, heyrnarog hreyfi-/snertiskyns sem auðveldar og hraðar tileinkun hljóðanna og vistun þeirra í minni

© 2016 - Karellen