news

Heimsókn í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ ❤️

19. 03. 2021

Elsta eining Hnoðraholts, Græni og Guli kjarni, kíktu í heimsókn í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ.

Stúlkurnar tóku vel undir í söng og leik og leiddu sönginn af miklum þrótt þegar þær völdu að syngja "Það er skemmtilegast að leika sér þegar allir eru með." Í heimsókninni kom fram að blómleg skákmenning í Barnaskólanum kæmi ekki síst til vegna þess að það hafi komið vel teflandi börn frá Hnoðraholti.

Drengirnir byrjuðu á því að kynna sig og segja hvað þeir hafa verið að gera á Hnoðraholti. Svo voru drengirnir settir í vinapör með vinum á 5 ára kjarna og gerðu kærleiksverkefni. Drengirnir teiknuðu eftir hendinni sinni sem þeir klipptu svo út og hengdu upp. Í lokin sungu þeir höfuð, herðar, hné og tær, á íslensku, dönsku, spænsku og frönsku áður en allir kvöddust.
© 2016 - Karellen