news

Kjarkæfing á Gula kjarna

06. 05. 2021

Drengirnir á Gula kjarna fengu þá kjarkæfingu í hópatíma að sækja epli upp úr vatnsbala. Drengirnir voru kjarkaðir er þeir sóttu eplin með munnum sínum. Í byrjun áttu þeir í erfiðleikum með að veiða eplið, en með tímanum tókst það, þeim til mikillar ánægju.


Æfingin reyndi á kjark og sjálfstraust drengjanna, ásamt því að æfingin var skemmtileg, fyndin, samþéttandi og hvetjandi. Drengirnir voru duglegir að hvetja samnemendur sína ásamt kennurum sem tóku þátt í æfingunni.

© 2016 - Karellen