news

Lubbi finnur Málbein

18. 11. 2020

Þann 16. september fór starfsfólk Hnoðraholts á Lubba námskeið. Í verkfærinu Lubbi finnur málbein felst að kenna börnum íslensku málhljóðin. Börnin geta svo nýtt sér þessa þekkingu til að tengja saman hljóðin og er góður grunnur að máltöku og málþroska. Starfsfólkið er nú þegar farið að miðla þessa þekkingu til barnanna og haf þau sýnt því mikinn áhuga.

Stúlkurnar á græna kjarna hafa verið mjög metnaðarfullar og búa til plakat fyrir hvert málhljóð sem þær læra með smá aðstoð frá kennara. Þær fá tækifæri til að vera sjálfstæðar með því að velja sér mynd og klippa hana út og líma á plakatið.

Vinkonurnar á Bláa kjarna skoða málhljóðin á áþreifanlegan hátt. Þær byrja á því að heilsa hundinn Lubba og skoða bókina Lubbi finnur málbein vel og vandlega. Eftir það hlusta þær og lagið sem fylgir hljóðinu og skoða hluti sem eiga þetta hljóð. Til dæmis skoðuðu stúlkurnar hljóðið V og fundu hluti eins og vettlingar, varasalvi, veski og vatn.

© 2016 - Karellen