news

Sjálfbærni og umhverfisvitund

07. 06. 2021

Hjallastefnunni er ætlað að kenna börnum að skynja og njóta náttúrulegs umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu.

Stúlkurnar á Grænakjarna leggja að sjálfsöðu sitt að mörkum að aukinni umhverfisvitund og nýttu rigninguna í að ditta að í nærumhverfinu. Þær þrifu bárujárnið og tóku illgresið sem þar hafði safnast saman. Þeim fannst verkefnið svo skemmtilegt að þær óskuðu eftir frekari verkefnum fyrir næsta hópatíma. Flottar eða flottar?

Meginmarkmið sjálfbærnimenntunar er að gera nemendur ábyrga um að skapa samábyrgt samfélag og takast á við viðfangsefni sem lúta að samspili umhverfis.

© 2016 - Karellen