news

Valtími á Bláa kjarna

03. 06. 2020

Allar stúlkurnar á Bláa kjarna (1-2 ára) taka þátt í valtíma á hverjum morgni. Valtíminn er sjálfbær „barnatími“ þar sem þau geta, innan afmarkaðs ramma, notið frelsis og sjálf stýrt athöfnum sínum. Einnig læra þau að temja vilja sinn og væntingar, þar sem aðeins er í boði tiltekinn fjöldi svæða innan hvers valsvæðis.

Valtíminn hefst á valfundi þar sem stúlkurnar sitja kjarnaðar á sínu plássi og einni í einu er boðið að koma og velja sér krók eða svæði.


Í boði eru leirkrókur, föndurkrókur, sullkrókur, leikstofa og útisvæði.

Að valfundi loknum fer hver stúlka á þann stað sem hún valdi sér og unir sér þar í um 30-40 mínútur.

Að valtíma loknum hjálpast allar að við að ganga frá á sínu svæði.

© 2016 - Karellen